Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
28.8.2007 | 23:28
NÝ BRUCE SPRINGSTEEN PLATA MEÐ E STREET BANDINU
Eftir rúman mánuð kemur ný plata frá örlagarokkaranum Bruce Springsteen með hinu frábæra rokkbandi sínu E Street Band. Platan heitir Magic inniheldur 11 ný lög eftir stjórann (Bossinn).
Þetta er plata með bandinu sem skapaði sándið sem varð til þess að Rolling Stone skríbent skrifaði: Ég hef séð framtíð Rokksins og hún ber nafnið Bruce Springsteen árið 1974. Bruce hefur reyndar spilað með mörgun öðrum inn á milli spilað sóló, en alltaf leitar hann upprunans og hann er með E Street bandinu Steve Van Zandt, Max Weinberg, Clarence Clemons og Gerry Tallent. Prodúsentinn á plötunni er enginn annar en Brendan O'Brien en þetta er í þriðja skipi sem þeir vinna saman. Fyrsta lagið sem kemur í spilun verður lagið Radio Nowhere.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.8.2007 | 23:36
NEIL YOUNG - CHROME DREAMS II - ok I kom aldrei út!
Neil Young er tilbúin með nýja plötu sem á að heita 'Chrome Dreams II' og á að koma út 16. október n.k.
Chrome Dreams II? - Jú kappinn gerði plötu 1976 sem átti að heita Chrome Dreams en kom síðan aldrei út. Þessi plata hefur verið goðsögn í meðal aðdáenda Young en sum laganna komu reyndar út á plötum í tímans rás.
Sagan segir að hin upprunalega Chrome Dreams hafi átt að innihaldi eftirtalin lög: Pocohontas (er á Rust Never Sleeps) Will To Love (er á American Stars And Bars) Star Of Bethlehem (er á American Stars And Bars) Like A Hurricane (er á Americans Stars And Bars) Too far Gone (Freedom) Hold Back The Tears (er á American Stars And Bars) Homegrown (er á American Stars And Bars) Captain Kennedy (Hawks And Doves) Stringman (er allavega á Unplugged) Sedan Delivery (er á Rust Never Sleeps) Powder Finger (er á Rust Never Sleeps) Look Out For My Love (er á Comes A Time)
Á 'Chrome Dreams II' eru þrjú þessara laga endurvakin, en að auk 7 ný lög. Eitt laganna er sagt vera 18 mínútur og annað 13 mínútur, og þar sem Ordinary People er sagt vera á plötunni þá gæti það verið annað þeirra því ég á það á búttum í l-ö-n-g-u-m útgáfum erindi á eftir erindi, en það er uþb áratug yngra (ca 88)!? Líklega/vonandi eru þetta 3 eldri óútgefin lögin en ekki lög af Chrome Dreams þar sem við eigum þau öll á öðrum plötum nú þegar.
En það er alla vega vonandi að Neil komi okkur á óvart með góðri plötu eftir slappt gengi undanfarinn áratug.
Og vondu fréttirnar eru síðan þær að þetta setur víst Archives 8CD/3DVD settið í bið enn einu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 23:59
Lækkunin á vaskinum
Fyrr á árinu var lækkun á vsk á plötum og DVD meðal annarra vörutegunda. Það kom strax í ljós lækkun. ég sá DVD músíkdíska lækka og var næstum búinn að kaupa Cohen diskinn á 1990 í vor. Ég fór síðan í BT í dag og ætlaði að kaupa hann loksins en þá kostaði hann 2399,- !
Ok hann kom út eftir vsk lækkun, en hvað hefur gerst síðan:
í dag þrátt fyrir hækkanir er bandaríkjadollar 10% lægri en hann var um áramótin!
í dag þrátt fyrir hækkanir síðustu daga er pundið 7% lægra en það var um áramótin
í dag þrátt fyrir hækkanir síðustu daga er evran 6,3% lægra en hún var um áramótin
Og vsk hefur lækkað ú 24,5% í 7% !!!!
Sölugengi | f. áram. | 3 m. framv. | |||
USD | 64,51 | -10,0% | 65,90 | ||
GBP | 130,78 | -7,0% | 133,36 | ||
CAD | 61,08 | -1,0% | 62,51 | ||
DKK | 11,87 | -6,2% | 12,16 | ||
NOK | 11,12 | -2,6% | 11,38 | ||
SEK | 9,55 | -8,4% | 9,79 | ||
EUR | 88,38 | -6,3% | 90,54 | ||
CHF | 53,90 | -8,2% | 55,44 | ||
JPY | 0,54 | -9,8% | 0,56 | ||
ISV | 119,52 | -6,6% | 122,33 |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.8.2007 | 22:46
NÝ PLATA FRÁ JONI MITCHELL
Í Lok næsta mánaðar er væntanleg ný plata frá einni merkustu söngkonu allra tíma Joni Mitchell. Joni settist í helgan stein eins og það er kallað fyrir uþb 10 árum eða um það leyti sem hún fann dóttur sína sem hún hafði gefið frá sér sem unglingur.
Nýja platan er gefin út af Starbucks kaffihúsakeðjunni og að sögn er hér á ferðinni ekti Joni plata með söguljóðum. Á plötunni verða 9 ný lög auk nýrrar útgáfu af Big Yellow Taxi.
Halldór plot@simnet.is
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2007 | 20:47
PINK FLOYD VEISLA FRAMUNDAN
Þó að hljómsveitir hætti, séu óvirkar eða meðlimir jafnvel látnir þá er oft nóg af forvitnilegu efni að koma út löngu síðar. Pink Floyd veisla er framundan, en út er að koma 40 ára afmælisútgáfa af fyrstu plötu þeirra " The Piper At The Gates Of Dawn" þann 3. september n.k. Hún kemur út í 2ja og 3ja diska útgáfu. Fyrsti diskurinn er mono útgáfan, annar diskurinn er stereo útgáfan og á þriðja disknum eru sjaldgæfar útgáfur.
CD 1 - ORIGINAL MONO MIX
Astronomy Domine / Lucifer Sam / Matilda Mother / Flaming / Pow R. Toc. H / Take Up Thy Stethoscope And Walk / Interstellar Overdrive / The Gnome / Chapter 24 / The Scarecrow / Bike
CD 2 - STEREO MIX
Astronomy Domine / Lucifer Sam / Matilda Mother / Flaming / Pow R. Toc. H / Take Up Thy Stethoscope And Walk / Interstellar Overdrive / The Gnome / Chapter 24 / The Scarecrow / Bike
CD 3 - BONUS DISC - takmarkaða 3ja diska útgáfan Arnold Layne (Mono smáskífa) / Candy And A Currant Bun (Mono Bakhlið) / See Emily Play (Mono smáskífa) / Apples And Oranges (Mono smáskífa) / Paintbox (Mono Bakhlið) / Interstellar Overdrive (taka 2) (útgáfa af franskri 4ra laga plötu) / Apples And Oranges (áður óútgefin stereo útgáfa) / Matilda Mother (áður óútgefin útgáfa) / Interstellar Overdrive (taka 6 - áður óútgefið)
3ja diska útgáfan verður í bókarformi með 12 síðna bækling auk bæklings með teikningum og öðru úr gamalli dagbók Syd Barrets.
David Gilmour er síðan að gefa út tvöfaldan DVD disk, "Remember That Night" 17. september. Efnið var tekið upp á hljómleikum í Royal Albert Hall í maí 2006. Á fyrri disknum öll On An Island platan tekin auk klassískra Pink Floyd laga með hjálp David Bowie, Robert Wyatt, Crosby & Nash, Phil Manzanera og Guy Pratt (bassaleikara Pink Floyd eftir að Roger Waters hætti) á seinni disknum eru síðan upptökur frá Abbey Road stúdíóinu og Mermaid Theatre auk kafla sem er kallaðir Behind the Scenes on Tour, Making of the Album, Playing in California auk tveggja kynningarvideoa.
Þess má líka geta að Gilmour gaf út lagið Arnold Layne á smáskífu um síðustu áramót og er kannski ennþá fáanleg er þar söng David Bowie lagið meðal annars.
Roger Waters laumaði líka einu lagi á kvikmyndaplötu um daginn. Lagið heitir "Hello I Love You" og er frumsamið en ekki gamla góða Doors lagið (sem var nú reyndar sjálft vægast sagt stolið Kinks lag!). Lagið kom út á 12" vinyl en ekki cd singúl, en er fáanleg í gömlu góðu digital CD sándi á kvikmyndaplötunni sem heitir "Last Mimzy".
plot@simnet.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2007 | 22:36
Kominn úr sumarfríi
Loksins ný færsla og nýr listi. Ég er nýkominn úr sumarleyfi (fyrir viku) og ennþá að jafna mig á því. Við fórum til Rhodos með Heimsferðum og ferðin var byggð á eintómri lygi að hálfu þeirrar mætu ferðaskrifstofu sem á að heita að byggja á áratuga reynslu að þjóna ferðamönnum. Það stóðst ekkert sem auglýst var frá upphafi til enda. En ég úthelli mig um það síðar. Heimsferðir hafa fengið skýrslu um ferðina og samanburð við auglýsingar og við skulum sjá hvað og hvort þeir sjá sóma sinn gagnvart sínum viðskiptavinum áður en við blöndum neytendasamtökunum og samkeppnisráði (?) í málið.
En það er ekki málið núna. Haustið er á næsta leyti að það er oftast tími litríkrar plötuútgáfu og það verður engin undatekning á því ár. Þessa dagana og næstu eru að koma út forvitnilegar plötur, nýtt efni, endurútgáfur og box sett. Til dæmis frá Coral, Stephen Stills, Deborah Harry, Steve Forbert, Richard & Linda Thompson (live), Procol Harum, Jethro Tull (live), Pink Floyd (viðhafnarútgáfa), Ringo Starr (best of + dvd), Michelle Shocked, Patti Scialfa, Emmylou Harris (Box), David Gilmour (DVD) Mark Knopfler, Simon & Garfunkel (live), Melissa Etheridge, Steve Earle, Joni Mtchell, Chuck Prophet, John Fogerty & Duran Duran svo eitthvað sé nefnt.Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar