Kominn úr sumarfríi

Loksins ný færsla og nýr listi. Ég er nýkominn úr sumarleyfi (fyrir viku) og ennþá að jafna mig á því. Við fórum til Rhodos með Heimsferðum og ferðin var byggð á eintómri lygi að hálfu þeirrar mætu ferðaskrifstofu sem á að heita að byggja á áratuga reynslu að þjóna ferðamönnum. Það stóðst ekkert sem auglýst var frá upphafi til enda. En ég úthelli mig um það síðar. Heimsferðir hafa fengið skýrslu um ferðina og samanburð við auglýsingar og við skulum sjá hvað og hvort þeir sjá sóma sinn gagnvart sínum viðskiptavinum áður en við blöndum neytendasamtökunum og samkeppnisráði (?) í málið.

En það er ekki málið núna. Haustið er á næsta leyti að það er oftast tími litríkrar plötuútgáfu og það verður engin undatekning á því ár. Þessa dagana og næstu eru að koma út forvitnilegar plötur, nýtt efni, endurútgáfur og box sett. Til dæmis frá Coral, Stephen Stills, Deborah Harry, Steve Forbert, Richard & Linda Thompson (live), Procol Harum, Jethro Tull (live), Pink Floyd (viðhafnarútgáfa), Ringo Starr (best of + dvd), Michelle Shocked, Patti Scialfa, Emmylou Harris (Box), David Gilmour (DVD) Mark Knopfler, Simon & Garfunkel (live), Melissa Etheridge, Steve Earle, Joni Mtchell, Chuck Prophet, John Fogerty & Duran Duran svo eitthvað sé nefnt. Fairport Convention Liege And Lief viðhafnarútgáfa
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband