Færsluflokkur: Tónlist
1.2.2009 | 21:02
Nýr plötubúðarlisti
Sæl öll,
Jæja þá er tilbúinn nýr listi. Þið getið pantað úr honum á netfangið plot@simnet.is. Verðin eru miðuð við síðustu daga þar sem pundið hefur verið í kringum 170 krónur sem er ekkert verra en það var mánuðina á undan bankahruninu, og ég vona að það standist eða batni. Ef það gerir það ekki verðum við bara að leggja niður landið og flytja héðan hvort eð er, er það ekki?
Það hefur ekki verið mikil ástæða til að standa í innflutningi á svona óþarfa undanfarna mánuði lækkuna launa, lækkandi húsnæðisverð og hækkandi framfærslu og hækkandi greiðslubyrgði lána vegna vísitölu.
En ... þetta getur ekki versnað er það? Og við þurfum alltaf músík ... er það ekki?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 21:59
Tími uppgjöra - bestu plötur ársins
Ég er reyndar ekki tilbúinn ennþá enda á ég eftir að fá tvær þrjár plötur sem koma til greina. En Uncut er búið að gera sína lista en þar kemur á óvart (mér allavega) að LCD Soundsystem (Sound Of Silver) sé með plötu ársins. Ég hef reyndar ekkert heyrt af þessari plötu hans James Murphy en það sem ég hef heyrt áður hefur verið frekar litlaust, en hver veit. Arctic Monkeys eru í öðru sæti og PJ Harvey í þriðja - engar athugasemdir þar þetta er vinsælt lið sem ég kaupi reyndar ekki en finnst allt í lagi samt. Plötuna í 4. sæti keypti ég um daginn og hún olli mér vonbrigðum en það er plata Robert Plant og Alison Krauss, en þetta er einhvers konar samsuðu kareoke country-world plata með efni eftir aðra. En kannski venst hún við frekari spilun (en það er bara líklegra að ég spili eitthvað annað áður). Wilco platan er síðan í 5 sæti og ég verð að segja að Jeff Tweedy og félagar hafa hrifið mig meira áður, en kannski... Robert Wyatt er í 6. sæti og Hold Steady í 7 (þeir er reyndar ágætir). White Stripes í 8., Radiohead í 9. (kemur reyndar opinberlega út 31. des). Klaxons eru í 10, Björk í 11 (líklega vegna umslagsins). Battles í 12, Neil Young í 13, Mia í 14 og Panda Bear í 15 (Neil Young platan er reyndar alveg ágæt í þetta sinn). Bruce Springsteen er í 20, Arcade Fire í 21 (báðar ágætar). Hinn frábæri Steve Earle í 27 og Rufus Wainwright í 28, hinir efnilegu Beirut í 37 og Richard Thompson og Nick Lowe komast líka á blað. Uncut velur Love Is A Song We Sing San Francisco Nuggets 1965 - 1970 boxið besta safn ársins, en Sandy Denny - Live At The BBC, Emmylou Harris - Rarities og Traveling Wilburys komast á blað, allt frábær söfn. - Smáplata ársins er North American Scum með LCD Soundsystem rétt að tékka á því. Joe Strummer á besta músík DVDið. Joy Division: Unknown Pleasures er valinn endurútgáfa ársins sem er ágæt en fyrir mína parta voru margar aðrar útgáfur vandaðari t.d. Pink Floyd Piper At The Gates Of Dawn. Uncut er líka kvikmyndablað og bíómynd ársins hjá þeim er I'm Not There (um Bob Dylan) og The Bourne Ultimatum er í öðru sæti.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2007 | 21:22
Hvar kaupir fólk plötur í dag?
Eru kannski allir hættir að kaupa útlenskar plötur? Safnar enginn plötum lengur?
Ég hef ekki keypt plötur í íslenskum búðum síðan Þórhallur og allir hinir hættu í Skífunni þegar þeim var sagt upp og boðin lægri laun. Í staðinn komu glansfínar unglingstelpur sem þú gast bókstaflega horft í gegnum og vissu bókstaflega ekkert. Það hefur kannski breytst en ég á þóbægt með að trúa því. Það geta örugglega margir sagt kyndugar sögur af tilsvörum starfsmanna. Síðast þegar ég leit inn í Skífuna í Kringlunni (til að ná í hljómleikamiða) gat ég ekki betur séð en DVD myndir dekkuðu um 75% prósent búðarinnar.
Og ekki eru meira en 100 titlar til á öðrum plötuútsölustöðum. Kannski í 12 tónum, en þangað held ég að ég eigi lítið erindi með minn tónlistarsmekk.
Kannski kaupið þið frá Amazon UK eða USA? Ekki skrítið, mjög gott almennt úrval og oft betra en að fara inn í HMV eða Virgin í London, en samt gæti það aldrei bjargað mér og mínum áhuga, ég vil eiga allt með vissum listamönnum, fyrstadagsútgáfur, stundum vinyl, endurútgáfur, smáskífur og fleira.
Þess vegna hef ég haldið áfram að panta frá mínum gömlu góðu birgjum, þeir eru kannski ekki alltaf ódýrastir en þeir eru drjúgir að sinna mér og oftast ódýrari en Amazon þegar allt er greitt.
Ég hef leyft nokkrum gömlum viðskiptavinum að vera með mér í þessu og panta í gegnum mig.
Ef fleiri hafa áhuga þá getið þið sent mér línu plot@simnet.is
En endilega, mig langar að vita hvar þið kaupið plötur ef þið kaupið ennþá plötur (CD/ LP / ect)
kær kveðja Halldór Ingi
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.8.2007 | 22:46
NÝ PLATA FRÁ JONI MITCHELL
Í Lok næsta mánaðar er væntanleg ný plata frá einni merkustu söngkonu allra tíma Joni Mitchell. Joni settist í helgan stein eins og það er kallað fyrir uþb 10 árum eða um það leyti sem hún fann dóttur sína sem hún hafði gefið frá sér sem unglingur.
Nýja platan er gefin út af Starbucks kaffihúsakeðjunni og að sögn er hér á ferðinni ekti Joni plata með söguljóðum. Á plötunni verða 9 ný lög auk nýrrar útgáfu af Big Yellow Taxi.
Halldór plot@simnet.is
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 22:36
Kominn úr sumarfríi
Loksins ný færsla og nýr listi. Ég er nýkominn úr sumarleyfi (fyrir viku) og ennþá að jafna mig á því. Við fórum til Rhodos með Heimsferðum og ferðin var byggð á eintómri lygi að hálfu þeirrar mætu ferðaskrifstofu sem á að heita að byggja á áratuga reynslu að þjóna ferðamönnum. Það stóðst ekkert sem auglýst var frá upphafi til enda. En ég úthelli mig um það síðar. Heimsferðir hafa fengið skýrslu um ferðina og samanburð við auglýsingar og við skulum sjá hvað og hvort þeir sjá sóma sinn gagnvart sínum viðskiptavinum áður en við blöndum neytendasamtökunum og samkeppnisráði (?) í málið.
En það er ekki málið núna. Haustið er á næsta leyti að það er oftast tími litríkrar plötuútgáfu og það verður engin undatekning á því ár. Þessa dagana og næstu eru að koma út forvitnilegar plötur, nýtt efni, endurútgáfur og box sett. Til dæmis frá Coral, Stephen Stills, Deborah Harry, Steve Forbert, Richard & Linda Thompson (live), Procol Harum, Jethro Tull (live), Pink Floyd (viðhafnarútgáfa), Ringo Starr (best of + dvd), Michelle Shocked, Patti Scialfa, Emmylou Harris (Box), David Gilmour (DVD) Mark Knopfler, Simon & Garfunkel (live), Melissa Etheridge, Steve Earle, Joni Mtchell, Chuck Prophet, John Fogerty & Duran Duran svo eitthvað sé nefnt.Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 22:51
KINKS- besta breska band allra tíma?
Kinks var ein af fyrstu böndunum til að heimsækjalandann. Og þeir sömdu lag sem hét I'm On An Island og það var "auðvitað" um Ísland. Þeir komu tvisvar til landsins fyrst 1965 minnir mig (og ég fékk ekki að fara þó ég væri 10 ára) og spiluðu í Austurbæjarbíói og síðan aftur 1970 og spiluðu í Höllinni og ég var þar upp við sviðið að sjáldsögðu. Síðan kom Ray Davies með Storyteller showið sitt í Höllina og var alveg frábær. Ray kom síðan í fyrra og spilaði í Háskólabíói, uppáhalds hljómleika staðnum mínum. Hann var hreint út sagt frábær þar. Ég á mjög marga vini sem halda mikið upp Kinks og birti hér lista yfir það sem er fáanlegt í dag og því eru gloppur í úrvalinu. Ég læt fylgja með Ray og Dave plötur en Dave eru að senda út plötu í ágúst Fractured Mindz, en eins og Kinks vinir vita þá fékk kappinn slag fyrir nokkru en hefur víst jafnað sig aftur. Útgáfufyrirtæki Rays vill að hann gefi út plötu á árinu hvað sem verður. Síðan hefur lengi verið talað um væntanlegt box sett.
Stúdíó og live plötur CD KINKS Kinks Debut album from 1964. Remastered + 10 bonus tracks CD KINKS Kinda Kinks Second album from 1965. Remastered + 6 bonus tracks CD KINKS Kink Kontroversy Third album from 1965. Remastered + 8 bonus tracks CD KINKS Face To Face 1966 album remastered + 5 bonus tracks CD KINKS Something Else By The Kinks 1967 album remastered + 9 bonus tracks CD KINKS Live At Kelvin Hall 1968 live album remastered + bonus tracks CD KINKS Village Green Preservation Society 1968 album remastered with both mono & stereo versions of the album on one CD 3CD KINKS Village Green Preservation Society Deluxe reissue fts mono and studio versions, bonus tracks, alt takes, demo version and BBC sessions. CD KINKS Village Green Preservation Society Digipak - No bonus tracks. CD KINKS Arthur 1969 album remastered + bonus tracks CD KINKS Lola Vs Powerman 1970 album remastered + bonus tracks CD KINKS Percy 1971 soundtrack album remastered + bonus tracks SACD KINKS Muswell Hillbillies 1971 album remastered on hybrid disc. Will play on CD players. SACD KINKS Everybodys In Showbiz 1972 live album remastered on a hybrid disc. Can be played in standard CD player. CD KINKS Everybodys In Showbiz 1972 album on hybrid super audio disc. SACD KINKS Preservation Act 1 1973 album, remastered on hybrid disc. Will play on CD players. SACD KINKS Preservation Act 2 1974 album remastered on hybrid disc. Will play on CD players. SACD KINKS Schoolboys In Disgrace 1975 album remastered on hybrid disc. Will play on CD players. SACD KINKS Soap Opera 1975 album remastered on hybrid disc. Will play on CD players. SACD KINKS Sleepwalker 1977 album remastered on hybrid disc. Will play on CD players. CD KINKS Low Budget 1979 album remastered SACD KINKS Low Budget 1979 album on hybrid super audio disc SACD KINKS Misfits 1978 album remastered on hybrid disc. Will play on CD players. SACD KINKS One For The Road 1980 live album remastered on hybrid disc. Will play on CD players. SACD KINKS Give The People What They Want 1981 album remastered on hybrid disc. Will play on CD players. SACD KINKS State Of Confussion 1983 album remastered on hybrid disc. Will play on CD players. SACD KINKS Word Of Mouth 1984 album remastered on hybrid disc. Will play on CD players. Safnplötur CD KINKS Kink Kronikles CD of 1972 compilation. Covers 1966 - 70. 2CD KINKS BBC Sessions 1964-1977 Compiled by Ray Davies 7CD KINKS Arista Years Sleepwalker, Misfits, Low Budget, One for the Road, Give the People What They Want, State of Confusion, and Word of Mouth. CD KINKS Its The Kinks Compilation CD KINKS Celluloid Heroes Remastered collection of their RCA recordings SACD KINKS Come Dancing Best Of 1977-86 Remastered hybrid disc. Will play on CD players. CD KINKS EP Collection 1 10 x CDEP''s Recreated on CD in their original form in full colour picture bags, packaged in a deluxe boxset + a poster 3CD KINKS Marble Arch Years 3CD set fts Well Respected Kinks, Sunny Afternoon and Kinda Kinks - all remastered with original artwork 10CD KINKS Pye Album Collection All 10 Pye albums in one box. Foreign card sleeve editions. 6CD KINKS RCA Years Muswell Hillbillies, Everybody''s in Show-Biz, Preservation: Act 1, Preservation: Act 2, A Soap Opera, Schoolboys in Disgrace CD KINKS Remastered Boxset 3CD Boxset Compilation of tracks from the PYE recordings CD KINKS Singles Collection A - Sides Of Every PYE Single between 1964 - 70 2CD KINKS Ultimate Collection Disc 1 is complete UK hits. Disc 2 is best of the rest which fts CD debut of She''s Got Everything CD KINKS Well Respected Kinks CD of their Marble Arch album of the same title. CD KINKS You Really Got Me 20 Track Retrospective Vinyl plötur LP KINKS Face To Face 180g HQ vinyl reissue in g/ fold sleeve LP KINKS Face To Face Pic Disc 180g picture disc LP KINKS Arthur Or The Rise & Fall Of 180g HQ vinyl reissue, original artwork + PVC dustcover LP KINKS Kinks 140g clear vinyl LP KINKS Kinks 180g HQ vinyl in PVC sleeve LP KINKS Kinda Kinks 140g clear vinyl LP KINKS Kinda Kinks German cover art LP KINKS Kinda Kinks Italian 180gm Remastered Reissue LP LP KINKS Kinda Kinks Pic Disc 180g picture disc LP KINKS Kinks Kontroversy Italian 180gm Remastered Reissue LP LP KINKS Kinks Kontroversy Pic Disc 180g picture disc LP KINKS Kinks Pic Disc 180g picture disc LP KINKS Kinks Size First album with Japanese cover art LP KINKS Live At Kelvin Hall Italian 180gm Vinyl Reissue From ''67 (Stereo) LP KINKS Lola Vs Powerman Italian 180gm Vinyl Reissue LP KINKS Lola Vs Powerman Pic Disc LP KINKS Percy Italian 180gm LP Reissue 2LP KINKS Singles Collection Double 180g LP LP KINKS Something Else By The Kinks Italian 180gm Reissue LP LP KINKS Something Else Pic Disc LP KINKS United Kinksdom Kontroversy with Italian cover art. LP KINKS Village Green Pic Disc LP KINKS Village Green Preservation Society 180g HQ vinyl pressing on Earmark records, original artwork in PVC dustcover 3LP KINKS Village Green Preservation Society Triple 180g vinyl - fts album in mono + rarities (many on vinyl for the 1st time) Bækur BOOK KINKS All Day And All Of The Night Paperback - Doug Hinman Reconstructs the rise of the Kinks - compiled with the help of the band BOOK KINKS Chord Songbook 48p music book with lyrics and chords BOOK KINKS Complete Guide 128p Illustrated CD Size PB - Johnny Rogan BOOK KINKS Kinks 327p PB - Neville Marten BOOK KINKS Village Green Preservation Society By Andy Miller DVD: DVD KINKS Golden Years Documentary narrated by Ray Davies. DVD+ KINKS In Performance With book DVD KINKS In Their Own Words Region 2 DVD & book featuring frank interviews and archive footage 2DVD KINKS Inside 2DVD and book DVD KINKS One For The Road Live 1979 US DVD:Opening/ All Of The Day & All Of The Night/ Lola/ Low Budget/ Superman/ Attitude/ Celluloid Heroes/ Hard Way/ Where Have Al The Good Times Gone?/ You Really Got Me/ Pressure/ Catch Me Now I''m Falling & DVD KINKS Live Broadcasts Features rare performances from UK TV and film archives circa 1970''s. You Really Got Me, All Day And All Of The Night, Waterloo Sunset, Lola, Celluloid Heroes, No More Looking Back, Life On The Road, Sleepwalker, Misfits, Live 2DVD+ KINKS Videobiography Unofficial documentary with a book. Features contributions from Mick Avory, John Gosling & John Dalton. Ray Davies: CD RAY DAVIES Return To Waterloo 1985 soundtrack album CD RAY DAVIES Storyteller 1998 album project which mixed new and old songs. Connected with stories from his semi - fictional memoir: ''X - Ray''. CD RAY DAVIES Other Peoples Lives 2006 studio album CD RAY DAVIES Thanksgiving Day EP 2LP RAY DAVIES Other Peoples Lives US only vinyl pressing. DVD RAY DAVIES Return To Waterloo+Come Dancing Remastered 95 minutes:Come Dancing/ Predicatable/ Lola (Live)/ State Of Confusion/ Don''t Forget To Dance/ You Really Got Me (Live)/ Do It Again/ Celluloid Heroes (Live) Dave Davies: CD DAVE DAVIES AFL1-3063 £10.99 KOC9680.2 1980 solo album CD DAVE DAVIES AFL1-3063 £18.99 BVCM37223 Reissue of 1980 solo album with a bonus track ''Wild Man'': Where Do You Come From/ Doing The Best For You/ Visionary Dreamer/ Nothin'' More To Lose/ World Is Changing Hands/ Move Over/ See The Beast/ Imaginations Real/ In You I Believe/ Run/ CD DAVE DAVIES Glamour 1981 solo album CD DAVE DAVIES Chosen People 1983 album on ''Wounded Bird'' CD DAVE DAVIES Bug Issued in the uK with 3 bonus live tracks CD DAVE DAVIES Bug 2002 solo album, his first in 20 years. CD DAVE DAVIES Live At The Bottom Line Live CD Recorded over two nights in 1998 at New Yorks'' legendary theatre. 27 Tracks CD DAVE DAVIES Transformation 1st ever live album recorded in California 23rd May 2003 for human rights charity event - 18 tracks CD DAVE DAVIES Kinked 2006 compilation with live and studio work. God Is My Brain (brand new recording)/ Fortis Green/ Unfinished Business/ Death Of A Clown/ Susannah''s Still Alive/ Hold My Hand/ Too Much On My Mind/ Rock You, Rock Me/ Love Gets CD DAVE DAVIES AFL1-3063+Glamour 2 early 80s albums on 1 CD
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar