Tími uppgjöra - bestu plötur ársins

Ég er reyndar ekki tilbúinn ennþá enda á ég eftir að fá tvær þrjárlcd soundsystem sound of silver plötur sem koma til greina. En Uncut er búið að gera sína lista en þar kemur á óvart (mér allavega) að LCD Soundsystem (Sound Of Silver) sé með plötu ársins. Ég hef reyndar ekkert heyrt af þessari plötu hans James Murphy en það sem ég hef heyrt áður hefur verið frekar litlaust, en hver veit. Arctic Monkeys eru í öðru sæti og PJ Harvey í þriðja - engar athugasemdir þar þetta er vinsælt lið sem ég kaupi reyndar ekki en finnst allt í lagi samt. Plötuna í 4. sæti keypti ég um daginn og hún olli mér vonbrigðum en það er plata Robert Plant og Alison Krauss, en þetta er einhvers konar samsuðu kareoke country-world plata með efni eftir aðra. En kannski venst hún við frekari spilun (en það er bara líklegra að ég spili eitthvað annað áður). Wilco platan er síðan í 5 sæti og ég verð að segja að Jeff Tweedy og félagar hafa hrifið mig meira áður, en kannski... Robert Wyatt er í 6. sæti og Hold Steady í 7 (þeir er reyndar ágætir). White Stripes í 8., Radiohead í 9. (kemur reyndar opinberlega út 31. des). Klaxons eru í 10, Björk í 11 (líklega vegna umslagsins). Battles í 12, Neil Young í 13, Mia í 14 og Panda Bear í 15 (Neil Young platan er reyndar alveg ágæt í þetta sinn). Bruce Springsteen er í 20, Arcade Fire í 21 (báðar ágætar). Hinn frábæri Steve Earle í 27 og Rufus Wainwright í 28, hinir efnilegu Beirut í 37 og Richard Thompson og Nick Lowe komast líka á blað. Uncut velur Love Is A Song We Sing San Francisco Nuggets 1965 - 1970 boxið besta safn ársins, en Sandy Denny - Live At The BBC, Emmylou Harris - Rarities og Traveling Wilburys komast á blað, allt frábær söfn. - Smáplata ársins er North American Scum með LCD Soundsystem rétt að tékka á því. Joe Strummer á besta músík DVDið. Joy Division: Unknown Pleasures er valinn endurútgáfa ársins sem er ágæt en fyrir mína parta voru margar aðrar útgáfur vandaðari t.d. Pink Floyd Piper At The Gates Of Dawn. Uncut er líka kvikmyndablað og bíómynd ársins hjá þeim er I'm Not There (um Bob Dylan) og The Bourne Ultimatum er í öðru sæti.


Nýr plötulisti

Hæ hér er nýr listi
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Er þetta það sem koma skal?

Er þetta það sem koma skal? Ef svo er þá er ég glaður að ég á allt sem Harrison hefur sent frá sér bæði á vinyl og CD. Hafið þið prófað að spila alvöru CD og og síðan CDR af plötunni / nú eða verra, fengið af netinu og borið saman gæðin t.d. í venjulegum bílagræjum? Ef þið heyrið ekki muninn þá .....  gefst ég upp! 
mbl.is Hægt að nálgast sólóplötur George Harrisons á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar kaupir fólk plötur í dag?

Eru kannski allir hættir að kaupa útlenskar plötur? Safnar enginn plötum lengur?

Ég hef ekki keypt plötur í íslenskum búðum síðan Þórhallur og allir hinir hættu í Skífunni þegar þeim var sagt upp og boðin lægri laun. Í staðinn komu glansfínar unglingstelpur sem þú gast bókstaflega horft í gegnum og vissu bókstaflega ekkert. Það hefur kannski breytst en ég á þóbægt með að trúa því.  Það geta örugglega margir sagt kyndugar sögur af tilsvörum starfsmanna. Síðast þegar ég leit inn í Skífuna í Kringlunni (til að ná í hljómleikamiða) gat ég ekki betur séð en DVD myndir dekkuðu um 75% prósent búðarinnar.

Og ekki eru meira en 100 titlar til á öðrum plötuútsölustöðum. Kannski í 12 tónum, en þangað held ég að ég eigi lítið erindi með minn tónlistarsmekk.

Kannski kaupið þið frá Amazon UK eða USA? Ekki skrítið, mjög gott almennt úrval og oft betra en að fara inn í HMV eða Virgin í London, en samt gæti það aldrei bjargað mér og mínum áhuga, ég vil eiga allt með vissum listamönnum, fyrstadagsútgáfur, stundum vinyl, endurútgáfur, smáskífur og fleira.

Þess vegna hef ég haldið áfram að panta frá mínum gömlu góðu birgjum, þeir eru kannski ekki alltaf ódýrastir en þeir eru drjúgir að sinna mér og oftast ódýrari en Amazon þegar allt er greitt.

Ég hef leyft nokkrum gömlum viðskiptavinum að vera með mér í þessu og panta í gegnum mig.

Ef fleiri hafa áhuga þá getið þið sent mér línu plot@simnet.is

En endilega, mig langar að vita hvar þið kaupið plötur ef þið kaupið ennþá plötur (CD/ LP / ect)

kær kveðja Halldór Ingi

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Plötur ársins?

Þá er 2007 senn á enda – nokkuð ljóst hvað kemur út af plötum á árinu. Þá fer maður að velta fyrir sér plötum ársins og ég hef valið bestu plötur ársins alveg frá 1969, þó þeir listar hafi ekki birst nema á meðan ég var sjálfur að skrifa og mest allan tímann sem ég var í “músíkbransanum” en nú í september eru liðin 8 ár síðan ég “hætti”. En auðvitað geri ég þessa lista ennþá og nýt tónlistarinnar eflaust enn meira en áður.Hér er listi yfir flestar þær plötur sem ég tel merkilegar á árinu, en auðvitað á ég eftir að bæta við þennan lista.  

Fairport Convention – Sense Of Occasion
America – Here And Now
Mika – Life In Cartoon Motion
Norah Jones – Not Too Late
Rickie Lee Jones – The Sermon Of The Exposition Boulevard
Elliott Murphy – Coming Home Again
Jack Savoretti – Between The Minds
Yoko Ono – Yes I’m A Witch
Lucinda Williams – West
Arcade Fire – Neon Bible
Bees – Octopus
Dave Pegg & P.J. Wright – Galileo’s Apology
Bryan Ferry – Dylanesque
John Mayall – In The Palace Of The King
Mary Chapin Carpenter – The Calling
Apples In Stereo – New Magnetic Wonder
Ralph McTell – Gates Of Eden
Danny & Dusty – Cast Iron Soul
Golden Smog – Blood On The Slacks
Graham Parker – Don’t Tell Columbus
John Prine & Mac Wiseman – Standard Songs For Average People
Maria McKee – Late December
Travis – Boy With No Name
Ian Hunter – Shrunken Heads
Rufus Wainwright – Release The People
Wilco – Sky Blue Sky
Maddy Prior – Paradise Found
Richard Thompson – Sweet Warrior
Hank Marvin – Guitar Man
Loudon Wainwright III – Strange Weirdos
Nick Lowe – At My Age
Paul McCartney – Memory Almost Full
Suzanne Vega – Beauty And Crime
Dave Cousins – Boy In The Sailor Suit
Sinead O’ Connor – Theology
Pegi Young – Pegi Young
Thrills – Teenager
Coral – Roots And Echoes
Linda Thompson – Versatile Heart
Patti Scialfa – Play It As It Lays
Michelle Shocked – To Heaven U Ride
Deborah Harry – Necessary Evil
Mark Knopfler – Kill To Get Crimson
Joni Mitchell – Shine
Scott Walker – And Who Shall Go To the Ball?
Melissa Etheridge – The Awakening
Bruce Springsteen – Magic
Herbie Hancock – River: The Joni Letters
John Fogerty – Revival
Steve Earle – Washington Square Serenade
Levon Helm – Dirt Farmer
Neil Young – Chrome Dreams II
Robert Plant & Alison Krauss – Raising Sand
Ray Davies – Working Man’s Café
Eagles – Long Road Out Of Eden 
Duran Duran – Red Carpet Massacre
Brian Wilson – That Lucky Old Sun
John & Mary & The Valkyres – Peace Bridge
Bears – Eureka!
Dave Davies – Fractured Mindz
Steve Forbert – Strange Names And New Sensations
Asleep At The Wheel – Reinventing The Wheel
ABC - Traffic
Teddy Thompson – Up Front & Down Low
Mike Oldfield – Music Of The Spheres


NÝ RAY DAVIES PLATA Í LOK NÆSTA MÁNAÐAR!

cuco-vitoria1Ég var að rekast á þessar fréttir á Wikipedia og Pause & play.  Platan heitir WORKING MAN'S CAFÉ og kemur út í Englandi þann 29.10. n.k. Meira veit ég ekki enn en hér er þó lagalistinn:

  1. Vietnam Cowboys
  2. You're asking me
  3. Working Man's Cafe
  4. Morphine Song
  5. In a moment
  6. Peace in our time
  7. No one listens
  8. Imaginary Man
  9. One more time
  10. The Voodoo walk
  11. Hymn for a new age
  12. The real world
Ég á Vietnam Cowboys á bútta og downlódi og held ekki annað. Líklega er þetta mikið af því efni sem komst ekki á síðustu plötu.
plot@simnet.is

NÝ BRUCE SPRINGSTEEN PLATA MEÐ E STREET BANDINU

Eftir rúman mánuð kemur ný plata frá örlagarokkaranum Bruce Springsteen með hinu frábæra rokkbandi sínu E Street Band. Platan heitir Magic inniheldur 11 ný lög eftir stjórann (Bossinn).

Þetta er plata með bandinu sem skapaði sándið sem varð til þess að Rolling Stone skríbent skrifaði: Ég hef séð framtíð Rokksins og hún ber nafnið Bruce Springsteen árið 1974.  Bruce hefur reyndar spilað með mörgun öðrum inn á milli spilað sóló, en alltaf leitar hann upprunans og hann er með E Street bandinu Steve Van Zandt, Max Weinberg, Clarence Clemons og Gerry Tallent.  Prodúsentinn á plötunni er enginn annar en Brendan O'Brien en þetta er í þriðja skipi sem þeir vinna saman. Fyrsta lagið sem kemur í spilun verður lagið Radio Nowhere. 

Bruce Springsteen


NEIL YOUNG - CHROME DREAMS II - ok I kom aldrei út!

Neil Young er tilbúin með nýja plötu sem á að heita 'Chrome Dreams II' og á að koma út 16. október n.k.

Chrome Dreams II? - Jú kappinn gerði plötu 1976 sem átti að heita Chrome Dreams en kom síðan aldrei út. Þessi plata hefur verið goðsögn í meðal aðdáenda Young en sum laganna komu reyndar út á plötum í tímans rás.

Sagan segir að hin upprunalega Chrome Dreams hafi átt að innihaldi eftirtalin lög: Pocohontas (er á Rust Never Sleeps) Will To Love (er á American Stars And Bars) Star Of Bethlehem (er á American Stars And Bars) Like A Hurricane (er á Americans Stars And Bars) Too far Gone (Freedom) Hold Back The Tears (er á American Stars And Bars) Homegrown (er á American Stars And Bars) Captain Kennedy (Hawks And Doves) Stringman (er allavega á Unplugged) Sedan Delivery (er á Rust Never Sleeps) Powder Finger (er á Rust Never Sleeps) Look Out For My Love (er á Comes A Time)

Á 'Chrome Dreams II' eru þrjú þessara laga endurvakin, en að auk 7 ný lög. Eitt laganna er sagt vera 18 mínútur og annað 13 mínútur, og þar sem Ordinary People er sagt vera á plötunni þá gæti það verið annað þeirra því ég á það á búttum í l-ö-n-g-u-m útgáfum erindi á eftir erindi, en það er uþb áratug yngra (ca 88)!? Líklega/vonandi eru þetta 3 eldri óútgefin lögin en ekki lög af Chrome Dreams þar sem við eigum þau öll á öðrum plötum nú þegar.


En það er alla vega vonandi að Neil komi okkur á óvart með góðri plötu eftir slappt gengi undanfarinn áratug.

Og vondu fréttirnar eru síðan þær að þetta setur víst Archives 8CD/3DVD settið í bið enn einu sinni. Neil Young


Lækkunin á vaskinum

Fyrr á árinu var lækkun á vsk á plötum og DVD meðal annarra vörutegunda. Það kom strax í ljós lækkun. ég sá DVD músíkdíska lækka og var næstum búinn að kaupa Cohen diskinn á 1990 í vor. Ég fór síðan í BT í dag og ætlaði að kaupa hann loksins en þá kostaði hann 2399,- !

Ok hann kom út eftir vsk lækkun, en hvað hefur gerst síðan:

í dag þrátt fyrir hækkanir er bandaríkjadollar 10% lægri en hann var um áramótin!

í dag þrátt fyrir hækkanir síðustu daga er pundið 7% lægra en það var um áramótin

í dag þrátt fyrir hækkanir síðustu daga er evran 6,3% lægra en hún var um áramótin

Og vsk hefur lækkað ú 24,5% í 7% !!!!

 

Gengi gjaldmiðla
Sölugengif. áram.3 m. framv.
 USD64,51-10,0%65,90 
 GBP130,78-7,0%133,36 
 CAD61,08-1,0%62,51 
 DKK11,87-6,2%12,16 
 NOK11,12-2,6%11,38 
 SEK9,55-8,4%9,79 
 EUR88,38-6,3%90,54 
 CHF53,90-8,2%55,44 
 JPY0,54-9,8%0,56 
 ISV119,52-6,6%122,33


NÝ PLATA FRÁ JONI MITCHELL

Í Lok næsta mánaðar er væntanleg ný plata frá einni merkustu söngkonu allra tíma Joni Mitchell. Joni settist í helgan stein eins og það er kallað fyrir uþb 10 árum eða um það leyti sem hún fann dóttur sína sem hún hafði gefið frá sér sem unglingur.

Nýja platan er gefin út af Starbucks kaffihúsakeðjunni og að sögn er hér á ferðinni ekti Joni plata með söguljóðum. Á plötunni verða 9 ný lög auk nýrrar útgáfu af Big Yellow Taxi.

Halldór plot@simnet.is41pA%2B13ZzWL._AA240_


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband