Bloggfćrslur mánađarins, desember 2008

Ég man Rúnar Júlíusson

Rúnar Júlíusson var svo margt.

Ég var bara krakki ţegar ég söng hástöfum Fyrsti kossinn í netadrósunum í portinu í Netagerđinni í Vesturbćnum 10 ára og yfir mig ástfanginn af stelpu í einu af nýju húsinum viđ Holtsgötuna. Rúnar var alltaf hluti af mínu lífi.

Ég man eftir honum í Hljóđfćrahúsinu á annarri hćđ í Hafnarstrćti og skömmu síđar ákváđum viđ vinirnir úr Vesturbćnum ađ stofna hljómsveit og lćra á hljóđfćri.

Ég man eftir ađ sjá hann í fyrstu Karnabćjarbúđinni hans Gulla Bergmanns og bara glápt á töffarann.

Ég man eftir ađ hafa hjálpađ honum og María ađ ýta bílum ţeirra út úr stćđinu á bak viđ Karnabć! ég man auđvitađ eftir sjónvarpsţáttunum og plötunum. 

Ég man eftur frábćrum konsert í Hamrahlíđarskólanum , ég man eftir Lifunarkonsertinum í Háskólabíói.

Hljómar gerđu frábćra tónlist Trúbrot gerđu frábćra tónlist, ţessi músik er greipt í sál mína og undirmeđvitund.

1975 fór ég ađ skrifa um músík, fyrst í Ţjóđviljann, síđan Vísi, Vikuna og Morgunblađiđ. Ţá voru mikil tímamót í íslenskri tónlist, Hljóđriti, fyrsta alvöru stúdíóiđ kom til sögunnar. Lónlí Blú Bójs og fyrstu sólóplötur Rúnars.

Ég man ađ ég fór einu sinni međ Lónlí Blú Bojs í sveitaballsferđ allir saman í einni rútu, Lónlí, Halli og Laddi og fleiri.

Ég man eftir tveimur heimsóknum sem blađamađur til Rúnars í Keflavík, ţar sem hann sýndi mér plötusafniđ sitt og ađstöđuna ţar sem hann ćtlađi ađ vera međ útvarpsstöđ (örugglega 5-6 árum ađ en ţađ var frjálst öđrum en ríkinu og kananum).

Ég man síđan eftir öllum ánćgjulegu skiptunum sem viđ hittumst eftir ađ ég hćtti ađ skrifa, stundum í búđinni minni Plötubúđinni, á förnum vegi og alltaf kom hann fram viđ mig sem vin.

Ég á eftir ađ sakna ţess ađ hitta hann og finna ţetta einstaka vinarţel. Rúnar hafđi ótrúlegt ţefskyn á músík og var óhrćddur ađ fylgja eftir sannfćringu sinni.

Ég á eftir ađ sakna hans.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband