5.12.2007 | 21:59
Tími uppgjöra - bestu plötur ársins
Ég er reyndar ekki tilbúinn ennþá enda á ég eftir að fá tvær þrjár plötur sem koma til greina. En Uncut er búið að gera sína lista en þar kemur á óvart (mér allavega) að LCD Soundsystem (Sound Of Silver) sé með plötu ársins. Ég hef reyndar ekkert heyrt af þessari plötu hans James Murphy en það sem ég hef heyrt áður hefur verið frekar litlaust, en hver veit. Arctic Monkeys eru í öðru sæti og PJ Harvey í þriðja - engar athugasemdir þar þetta er vinsælt lið sem ég kaupi reyndar ekki en finnst allt í lagi samt. Plötuna í 4. sæti keypti ég um daginn og hún olli mér vonbrigðum en það er plata Robert Plant og Alison Krauss, en þetta er einhvers konar samsuðu kareoke country-world plata með efni eftir aðra. En kannski venst hún við frekari spilun (en það er bara líklegra að ég spili eitthvað annað áður). Wilco platan er síðan í 5 sæti og ég verð að segja að Jeff Tweedy og félagar hafa hrifið mig meira áður, en kannski... Robert Wyatt er í 6. sæti og Hold Steady í 7 (þeir er reyndar ágætir). White Stripes í 8., Radiohead í 9. (kemur reyndar opinberlega út 31. des). Klaxons eru í 10, Björk í 11 (líklega vegna umslagsins). Battles í 12, Neil Young í 13, Mia í 14 og Panda Bear í 15 (Neil Young platan er reyndar alveg ágæt í þetta sinn). Bruce Springsteen er í 20, Arcade Fire í 21 (báðar ágætar). Hinn frábæri Steve Earle í 27 og Rufus Wainwright í 28, hinir efnilegu Beirut í 37 og Richard Thompson og Nick Lowe komast líka á blað. Uncut velur Love Is A Song We Sing San Francisco Nuggets 1965 - 1970 boxið besta safn ársins, en Sandy Denny - Live At The BBC, Emmylou Harris - Rarities og Traveling Wilburys komast á blað, allt frábær söfn. - Smáplata ársins er North American Scum með LCD Soundsystem rétt að tékka á því. Joe Strummer á besta músík DVDið. Joy Division: Unknown Pleasures er valinn endurútgáfa ársins sem er ágæt en fyrir mína parta voru margar aðrar útgáfur vandaðari t.d. Pink Floyd Piper At The Gates Of Dawn. Uncut er líka kvikmyndablað og bíómynd ársins hjá þeim er I'm Not There (um Bob Dylan) og The Bourne Ultimatum er í öðru sæti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fékk í gær tölvupóst frá Fréttablaðinu þar sem ég er beðinn um að vera álitsgjafi í áramótauppgjöri blaðsins um bestu plötur ársins. Þetta hjálpar.
Jens Guð, 13.12.2007 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.