30.6.2007 | 00:38
PLÖTUBÚÐIN
Plötubúðin hætti aldrei. Hún var síðast opin sem hefðbundin búð á Laugavegi 20 í eigu undiritaðs haustið 1996. Síðan þá hefur hún flutt inn plötur fyrir nokkra Plötubúðarvini í gegnum netpósta á sjálfbæran máta, þ.e.a.s reynt að vera í plús en ekki mínus. Plötubúðin þýddi ýmislegt fyrir ýmsa en þegar horfið er til bara var hún fyrir safnara, áhugamenn um tónlist og þá sem vildu "meira" það er að segja þessa extra þjónustu sem flestir vilja fá sem neytendur en fyrirtæki vilja síður veita.
Það er meiningin að setja upp alvöru netverslun með haustinu þar sem hægt verður að panta plötur og tengt efni. Verðin eru þó nokkuð svipuð og ef fólk verslar við Amazon og fleiri, ef vel tekst til verður þjónustan hraðari og úrvalið verður alltaf betra.
Ef þið viljið vita meira má senda netpóst á plot@simnet.is
Takk að sinni
Dóri í Plötubúðinni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Dóri.
Á bloggi mínu ætla ég að vekja athygli á þessari merku endurreisn Plötubúðarinnar. Ég á sjálfur eftir að nýta mér þetta dæmi.
Bestu kveðjur,
Jens Guð
www.blog.is
Jens Guð, 1.7.2007 kl. 00:59
Gaman að sjá þig á netinu Halldór Ingi
Kristján Kristjánsson, 1.7.2007 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.