Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Músíkárið 2008

Það eru farið að gefa út plötur þetta árið. Venju samkvæmt eru fyrstu 2 mánuðir rólegir þar sem sala er oftast minni á þessum tíma, en á móti er auðveldara að slá í gegn. Ég er búinn að fá mér nýju Ringo Starr plötuna á USB lykli! Ringo vann hana að mestu með Dave Stewart úr Eurythmics. Titillagið Liverpool 8 er að hluta til tileinkað því að Liverpool er menningarborg Evrópu í ár og spilar Ringo nokkra rullu þar. Annars er von á plötum frá British Sea Power, sem hafa fengið góða dóma, Robin Trower & Jack Bruce, Coal Porters (með Chris Hillman), k.d. lang, Sheryl Crow, The Feeling, Gary Louris (Jayhawks), Jackson Browne, Steve Winwood, Van Morrison, Mike Oldfield, Daniel Lanois & R.E.M. svo nokkrir séu nefndir af þeim sem ég fylgist með. Merkilegar endurúgáfur eru t.d. Buddy Holly (Not Fade Away Complete 1957 Recordings), Nick Lowe (Jesus Of Cool með 10 aukalögum!) The Complete Motown Singles Volume 9: 1969 (6 diskar!) 2ja diska Deluxe útgáfur af Elton John og Tumbleweed Connection frá Elton John, 7 endurútgáfur með reyndar bara 1-2 aukalögum frá Van Morrison og síðast en ekki síst safnplata frá Dory Previn The Art Of Dory Previn sem var hreint stórkostleg og stenst fullkomlega tímans tönn.

Plötubúðin Mid Price Listi 2008

Þið getið pantað í gegnum pöntunarfélagið Plötubúðina!

plot@simnet.is


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

DYLAN Á VORBLÓT

Bob Dylan.Ég hef góða trú á því að kallinn standi sig betur í þetta sinn en þegar hann kom síðast. Hann hefur gert hverja góða plötuna á fætur annarri. Hljómleikarnir hafa líka verið hver öðrum betri í seinni tíð og dynturnar minni en áður. Bíð spenntur.
mbl.is Dylan kemur kannski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Músíkmiðlar nú og þá

  Þegar ég var að smá patti hlustaði ég mikið á Radio Luxembourg sem spilaði nýju lögin og plöturnar strax, oftast löngu áður en þær bárust til Íslands. Íslenska útvarpið spilaði ekki mikið af þeirri músík sem ég hafði áhuga á þannig að líklega hefði þessi músíkáhugi ekki dafnað eða lifað án Radio Luxembourg og ensku poppblaðanna sem komu vikulega til landsins. Þetta voru góðir tímar í músík og fyrir músíkáhugamenn.Ef einhverjir halda að allt hafi batnað og allt eldra en þeir muna séu steinaldir þá er það mikill miskilningur. Radio Luxembourg næst ekki lengur (kannski ekki til) Við höfuð enn íhaldssamari útvarpsstöðvar (hverja á sinn hátt) og þú hlustar allavega ekki á þær til að heyra nýja músík, það sem er að koma út hverju sinni. Hins vegar hefur netið breytt miklu þú getur oftast halað niður flestum nýjum lögum, þannig að hægt er að fylgjast skikkanlega með en þú verður svo sannarlega að hafa frumkvæði og áhuga og það kostar mun meiri tíma og fyrirhöfn.

Ég er ekki nógu sannfærður um að niðurhal sé að drepa tónlistina, CD diskinn eða aðra sölumiðla. Ég man vel eftir baráttunni “Home Taping Is Killing Music”, sem varð reyndar til þess að Alþingi (Ragnhildur Helgadóttir fyrrum ráðherra á heiðurinn af því ef mér bregst ekki minni) samþykkti “upptökugjald” á tómar kassettur sem greiddist til íslenskra hljómplötuútgefenda!!!!! (Aðallega til Steinars, Skífunnar og Grammsins var það ekki annars? Og gerir kannski enn þó nöfnunum hafi fækkað og þau breytst). OG viti menn þessi löggjöf er enn við líði! Og nú greiðist það af diskum og öðrum upptökumiðlum!

Nei ég held miklu frekar að léleg þjónusta í hljómplötuverslunum, vanþekking þar og í útvarpi sé sökudólgur númer 1, ef salan er að minnka. Síðan má ekki gleyma því að áherslan hefur verið á yngstu kaupendurna (hvers vegna?) og á íslenska útgáfu sem gefur mun meira af sér vegna minni framleiðslukostnaðar en áður þegar vinyllinn var og hét. Og auðvitað má ekki gleyma því að hátt verð erlendis, flutningskostnaður, háir tollar, hár vsk, hafa haft sín áhrif þó það sé komið í nokkuð gott horf í dag. Og allt þetta hefur haft í för með sér að álagningin er ekki góð og afkoma hljómplötuverslununar á Íslandi gjörsamlega vonlaus nema einhver önnur sala komi til eða annar rekstur að auki.   

Plötur ársins 2007 - mínar!

 1. RAY DAVIES  - Working Man's Café

(hrein snilld aftur hvert lagið öðru betra)

2. JOHN FOGERTY - Revival

(annar öldungurinn að sanna sig)

3. NEIL YOUNG  - Chrome Dreams II

(Loksins góð plata frá Kanadamanninum)

4. ELLIOTT MURPHY  - Coming Home Again

(Murphy er ennþá í útlegt í París - ennþá efnilegur Dylan)

5. LUCINDA WILLIAMS  - West

(Dálítið utangátta ennþá hvorki country blues popp eða rokk, en eitthvað svo heillandi)

6. BRUCE SPRINGSTEEN  - Magic

(Hann hefur ekki sannfært mig á undanförnum árum, en hann kann þetta ennþá að búa til lag og texta og rokka)

7.  GRAHAM PARKER  - Don't Tell Columbus

(Hann náði aldrei sömu vinsældum og Elvis Costello, en hann skilar markvisst góðum plötum, frábærum textum og bros á vör)

8. STEVE EARLE  - Washington Square Serenade

(Earle byrjaði sem gítarpikkari í Nashville ef ég man rétt. Gerði nokkrar ok plötur, lenti í slagtogi við Pogues, fór að drekka ótæpilega, taka þátt í mótmælum, lenti í fangelsi meira að segja. En kom til baka sem ótrúlegur breyttur lagasmiður sem er hægt að líkja við ýmsa en þó ekki. Þessi plata er enn einn snilldin frá honum, ekki country ekki rokk ekki ... en allt þó)

9. EAGLES  - Long Road Out Of Eden

(Góð plata - góð lög frábærir söngvarar - gott "Easy listening" í bílnum)

10. NICK LOWE - At My Age

(Já já einn enn gamlinginn - en hvað með það. Næm og rómantísk plata)

N.b. Ég á Arcade Fire og fullt af fleiri "topp" plötum. Ég downloadaði líka flestum efnilegum nýjum listamönnum keypti þá sem ég vildi kynnast betur en 2007 skilað mér bara ekki mörgum nýjum áhugaverðum listamönnum. Reyndar er ég líka orðinn íhaldsamari. Besti nýliðinn var Mika (!) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband