Músíkmiðlar nú og þá

  Þegar ég var að smá patti hlustaði ég mikið á Radio Luxembourg sem spilaði nýju lögin og plöturnar strax, oftast löngu áður en þær bárust til Íslands. Íslenska útvarpið spilaði ekki mikið af þeirri músík sem ég hafði áhuga á þannig að líklega hefði þessi músíkáhugi ekki dafnað eða lifað án Radio Luxembourg og ensku poppblaðanna sem komu vikulega til landsins. Þetta voru góðir tímar í músík og fyrir músíkáhugamenn.Ef einhverjir halda að allt hafi batnað og allt eldra en þeir muna séu steinaldir þá er það mikill miskilningur. Radio Luxembourg næst ekki lengur (kannski ekki til) Við höfuð enn íhaldssamari útvarpsstöðvar (hverja á sinn hátt) og þú hlustar allavega ekki á þær til að heyra nýja músík, það sem er að koma út hverju sinni. Hins vegar hefur netið breytt miklu þú getur oftast halað niður flestum nýjum lögum, þannig að hægt er að fylgjast skikkanlega með en þú verður svo sannarlega að hafa frumkvæði og áhuga og það kostar mun meiri tíma og fyrirhöfn.

Ég er ekki nógu sannfærður um að niðurhal sé að drepa tónlistina, CD diskinn eða aðra sölumiðla. Ég man vel eftir baráttunni “Home Taping Is Killing Music”, sem varð reyndar til þess að Alþingi (Ragnhildur Helgadóttir fyrrum ráðherra á heiðurinn af því ef mér bregst ekki minni) samþykkti “upptökugjald” á tómar kassettur sem greiddist til íslenskra hljómplötuútgefenda!!!!! (Aðallega til Steinars, Skífunnar og Grammsins var það ekki annars? Og gerir kannski enn þó nöfnunum hafi fækkað og þau breytst). OG viti menn þessi löggjöf er enn við líði! Og nú greiðist það af diskum og öðrum upptökumiðlum!

Nei ég held miklu frekar að léleg þjónusta í hljómplötuverslunum, vanþekking þar og í útvarpi sé sökudólgur númer 1, ef salan er að minnka. Síðan má ekki gleyma því að áherslan hefur verið á yngstu kaupendurna (hvers vegna?) og á íslenska útgáfu sem gefur mun meira af sér vegna minni framleiðslukostnaðar en áður þegar vinyllinn var og hét. Og auðvitað má ekki gleyma því að hátt verð erlendis, flutningskostnaður, háir tollar, hár vsk, hafa haft sín áhrif þó það sé komið í nokkuð gott horf í dag. Og allt þetta hefur haft í för með sér að álagningin er ekki góð og afkoma hljómplötuverslununar á Íslandi gjörsamlega vonlaus nema einhver önnur sala komi til eða annar rekstur að auki.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég man ekki hvort greinin var í Lesbók Morgunblaðsins í fyrra eða í útlendu blaði;  en í henni var fullyrt að ungt fólk í dag hlusti öðruvísi á músík en við sem eldri erum.  Jafnframt var bent á að fyrir daga plötunnar og útvarpsins þá hlustaði fólk líka öðru vísi á músík.  Á þeim árum hlustaði fólk einungis á "live" músík.

  Ég gekk í gegnum sama ferli og þú:  Hlustaði á nýju lögin í Radio Luxembourg (og skrifaði samviskusamlega niður hjá mér vinsældalista stöðvarinnar) og las um þau í ensku vikublöðunum.

  Mörgum mánuðum síðar bárust plöturnar til landsins.  Það var jafnan mikil upplifun - hálfgerð helgistund - að hlusta á þær.  Maður hlustaði af innlifun með lokuð augun og gerði ekkert á meðan.

  Í dag niðurhala unglingar lögum jafnvel áður en þau eru komin út og nota þau sem bakgrunn í erli dagsins.  

  Niðurhal drepur ekki músík.  Það er frekar þveröfugt.  Hún gefur nýjum og óþekktum nöfnum möguleika til að koma sér á framfæri á heimsmarkaði með lítilli fyrirhöfn og litlum kostnaði.  

Jens Guð, 5.2.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Halldór Ingi Andrésson

Og það er ekki að sjá að niðurhal drepi heldur kvikmyndina. Þar eru reyndar bara oftast nýjustu myndirnar til hverju sinni á ómögulegt er að finna klassískar perlur (með íslenskum texta). Miðað við vægi DVD mynda í plötubúðum virðist salan á þeim ganga ágætlega þrátt fyrir niðurhalið.

Halldór Ingi Andrésson, 5.2.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband