Nýr plötubúđarlisti

Sćl öll,

Jćja ţá er tilbúinn nýr listi. Ţiđ getiđ pantađ úr honum á netfangiđ plot@simnet.is. Verđin eru miđuđ viđ síđustu daga ţar sem pundiđ hefur veriđ í kringum 170 krónur sem er ekkert verra en ţađ var mánuđina á undan bankahruninu, og ég vona ađ ţađ standist eđa batni. Ef ţađ gerir ţađ ekki verđum viđ bara ađ leggja niđur landiđ og flytja héđan hvort eđ er, er ţađ ekki?

Ţađ hefur ekki veriđ mikil ástćđa til ađ standa í innflutningi á svona óţarfa undanfarna mánuđi lćkkuna launa, lćkkandi húsnćđisverđ og hćkkandi framfćrslu og hćkkandi greiđslubyrgđi lána vegna vísitölu.

En ... ţetta getur ekki versnađ er ţađ? Og viđ ţurfum alltaf músík ... er ţađ ekki?


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Ég man Rúnar Júlíusson

Rúnar Júlíusson var svo margt.

Ég var bara krakki ţegar ég söng hástöfum Fyrsti kossinn í netadrósunum í portinu í Netagerđinni í Vesturbćnum 10 ára og yfir mig ástfanginn af stelpu í einu af nýju húsinum viđ Holtsgötuna. Rúnar var alltaf hluti af mínu lífi.

Ég man eftir honum í Hljóđfćrahúsinu á annarri hćđ í Hafnarstrćti og skömmu síđar ákváđum viđ vinirnir úr Vesturbćnum ađ stofna hljómsveit og lćra á hljóđfćri.

Ég man eftir ađ sjá hann í fyrstu Karnabćjarbúđinni hans Gulla Bergmanns og bara glápt á töffarann.

Ég man eftir ađ hafa hjálpađ honum og María ađ ýta bílum ţeirra út úr stćđinu á bak viđ Karnabć! ég man auđvitađ eftir sjónvarpsţáttunum og plötunum. 

Ég man eftur frábćrum konsert í Hamrahlíđarskólanum , ég man eftir Lifunarkonsertinum í Háskólabíói.

Hljómar gerđu frábćra tónlist Trúbrot gerđu frábćra tónlist, ţessi músik er greipt í sál mína og undirmeđvitund.

1975 fór ég ađ skrifa um músík, fyrst í Ţjóđviljann, síđan Vísi, Vikuna og Morgunblađiđ. Ţá voru mikil tímamót í íslenskri tónlist, Hljóđriti, fyrsta alvöru stúdíóiđ kom til sögunnar. Lónlí Blú Bójs og fyrstu sólóplötur Rúnars.

Ég man ađ ég fór einu sinni međ Lónlí Blú Bojs í sveitaballsferđ allir saman í einni rútu, Lónlí, Halli og Laddi og fleiri.

Ég man eftir tveimur heimsóknum sem blađamađur til Rúnars í Keflavík, ţar sem hann sýndi mér plötusafniđ sitt og ađstöđuna ţar sem hann ćtlađi ađ vera međ útvarpsstöđ (örugglega 5-6 árum ađ en ţađ var frjálst öđrum en ríkinu og kananum).

Ég man síđan eftir öllum ánćgjulegu skiptunum sem viđ hittumst eftir ađ ég hćtti ađ skrifa, stundum í búđinni minni Plötubúđinni, á förnum vegi og alltaf kom hann fram viđ mig sem vin.

Ég á eftir ađ sakna ţess ađ hitta hann og finna ţetta einstaka vinarţel. Rúnar hafđi ótrúlegt ţefskyn á músík og var óhrćddur ađ fylgja eftir sannfćringu sinni.

Ég á eftir ađ sakna hans.


Nýjar plötur nćstu vikum

Nýjar plötuútgáfur í nćstu viku: 

Calexico – Carried To Dust            : ný plata frá heitu bandi 

John Phillips – Pussycat    : var í Mamas & Papas, tók ţessa plötu upp 1976 Jagger og Richards upptökustjórar kemur fyrst út núna 

Emiliana Torrini – Me And Armini : ný plata frá litlu dúllunni úr Bollagörđum (CD / LP) 

Joan Baez – Day After Tomorrow : ný plata frá Íslandsvini enn ađ gera góđar plötur 

Smithereens – B Sides The Beatles        : ný plata tilvaliđ ađ Smithereens endurgeri Bítlalög 

Strawbs – Broken Hearted Bride   : ný plata nýtt efni kannski man einhver eftir ţeim 

Metallica – Death Magnetic           : ný plata loksins nýr bassisti (CD+ / CD / 4LP) 

Fall – Rough Trade Singles Box   : CD EP međ 4 fyrstu singlunum ţeirra hjá Rough Trade frá 1980-1983) (4CD) 

Kinks – Pye Album Collection       10 plötur í kassa (10CD)  

Nýjar plötuútgáfur í ţar nćstu viku: 

Queen & Paul Rogers - Cosmos Rocks  ný studio plata loksins + útgáfan međ live DVD (CD+ / CD / 2LP) 

Lemonheads – Varshons   ný plata međ endurgerđu efni frá öđrum. (Ţoli ekki orđiđ ábreiđa) 

Lindsey Buckingham – Gift Of Screws    ný plata frá lagasmiđ og söngvara Fleetwood Mac 

Al Stewart – Sparkle Of Ancient Light      ný plata man einhver eftir The Year Of The Cat?  

Cliff Richard - And They Said It Wouldnt Last    Stórt nýtt safn međ ţó nokkru óútgefnu efni. Skiptist í átta kafla (plötur): CD1 The Early Years, CD2 Rare B - Sides 1963 - 1989, CD3 Rare EP tracks 1961 - 1991, CD4 Stage & Screen, CD5 The Hits From Around The World, CD6 Faith & Inspiration, CD7 Live In Japan 1972, CD8 Lost And Found From The Archives. Kemur í stórum 12” kassa međ 52 síđna bók, 7” međ Move It / Schoolboy Crush og gullpening!


Ţursar á tónleikum, á skólabekk og pakkađir í kassa.

Ţursarnir héldu hreint frábćra tónleika í Laugardalshöllinni á laugardagskvöldiđ fyrir rúmri viku. Ţar fluttu ţeir tónlist sína sem spannar ţrjár stúdíóplötur og eina hljómleikaplötu auk laga úr söngleiknum Gretti og kvikmyndinni Okkar á milli. Ţađ sem var sérstakt viđ ţessa tónleika er ađ lögin og útsetningar hafa veriđ endurskođuđ og breytt. Og ađ ţetta var bara í ţriđja skiptiđ sem ţeir spila undir merkjum Ţursaflokksins á síđustu tuttugu og ţremur árum, ef ég man rétt.

 

Konsertinn byrjađi á hreint frábćrri Ţursa fantasíu eftir Ríkharđ Örn Pálsson, Ţursasíu, sem minnir mig nokkuđ á handbragđ George Martin međ The Beatles, sem ađ mínu mati er ekki leiđum ađ líkjast. Caput hópurinn undir stjórn Guđna Franzsonar var hreint afbragđ, skemmtilega samsettur: Tvćr fiđlur, víóla, cello og bassi, glás af frábćrum blásurum og tveimur slagverksmönnum. Fantasían var flutt af Caput án Ţursa og tók hátt í korter í flutningi en var samt stytt útgáfa. Ríkharđur studdist ađ mestu viđ lög af Ţursabiti, annarri plötunni, ađeins eitt ađ fyrstu plötunni og eitt af Gćti eins veriđ, Ranimosk sem var ţó í lykilhlutverki sem bókastođir í upphafi og enda verksins. Inn á milli heyrđum viđ stef úr Sigtryggur vann, Tóbaksvísum, Stóđum tvö í túni, Brúđkaupsvísum, Skriftagang, Bannfćringu og Ćra Tobba.

 

Ađ Fantasíunni lokinni gengu Ţursarnir á sviđ. Ţeir eru allir, nema kannski Rúnar, uppaldir rokktónlistarmenn, en lesa líklega allir nótur. Hins vegar er Caput hópurinn, líklega allur uppalinn í klassík og viđ lestur nótna, ţó eflaust hafi sumir fiktađ viđ rokktónlist (Jóel Páls og Siggi Flosa reyndar hvorki rokk né klassík). Hópurinn var ekki stór ţannig ađ hver og einn varđ ađ vera vel á verđi í sínu hlutverki og samhćfingin varđ ađ vera mikil. Tónlist Ţursanna, sér í lagi á fyrstu tveimur plötunum, er heldur ekki nein einföld poppmúsík eđa yfirveguđ klassík, ţannig ađ samhćfing Caputs og Ţursanna varđ ađ vera í versta falli mjög góđ ef ekki ćtti illa ađ fara. Og ég held ađ ég hafi ekki heyrt feilnótu á tónleikunum. Og ţó ađ ég sćti nćstum út viđ vegg á 16. bekk ţá var sándiđ mjög gott, kannski sent út í mónó.

 

Ţeir fóru í gegnum plöturnar ađ mestu í tímaröđ og Caput hópurinn átti mikinn ţátt í ađ endurvekja lögin og gaf sumum ţeirra aukiđ vćgi. Ţađ verđur virkilega gaman ađ hlusta í plötuna ţegar hún kemur út, sem vćri synd ef ekki gerđist. Hinn formlegi konsert endađi međ Ragnheiđi Gröndal í gestahlutverk, stórglćsilegri, í hvítu, en hún söng Gegnum holt og hćđir. ‘eg hélt reyndar ađ konsertinn vćri ţađ formlegur ađ ţeir sinntu uppklappi, eţađ gerđist og ţeir komu og fluttu ţrjú lög án hjálpar Caput, og ţađ var ekki ađ heyra ađ ţeir hafi ryđgađ á ţessum 16 árum frá ţví ađ ţeir hćttu (reyndar eru ţessir strákar ađ spila meira og minna saman allan tímann í arđbćrari hljómsveit). Ţeir tóku lögin ţrjú sem mér fannst vanta í prógrammiđ, Sigtryggur vann, Nútíminn og aftur Gegnum holt og hćđir (en án Ragnheiđar) og bara gerđu ţađ vel. Ţeir voru klappađir upp aftur og ţá kom pönkhljómsveit Tómasar M Tómassonar (Ţursarnir án Egils) og flutti gamla góđa lagiđ Jón var krćfur karl og hraustur, eins og ţeir gerđu í Ţjóđleikhúsinu forđum sćlla minninga. Og ţá var allt fullkomnađ!

 Endurmenntun í Ţursatónlist: ţjóđlegur arfur hvađ er nú ţađ?

Einhverjum datt ţađ snjallrćđi í hug ađ halda námskeiđ um Hinn Íslenzka Ţursaflokk. Egill fékk til liđs viđ sig Ríkharđ Örn, Rósu Ţorsteinsdóttur frá Árnasafni og Ađalheiđi Guđmundsdóttur, ţjóđfrćđing. Námskeiđiđ samanstóđ af ţremur ţriggja tíma fyrirlestrum (átti víst ađ vera tveggja en fyrirlesarar voru áhugasamir og áheyrendur líka) og heimsókn á fjögurra tíma ćfingu Ţursanna og Caput viku fyrir konsert. Fyrsti fyrirlesturinn fjallađi um munnlega kvćđa og sönghefđ og ţjóđlagiđ og sá Rósa um ţann ţátt. Í raun er ekki mikiđ til af gamalli íslenskri tónlist nema helst sálmum. Ríkharđur tengdi síđan saman ţjóđlög og klassík, en í flestum verkum meistaranna er ađ finna eitt eđa fleiri ţjóđlagastef, sem eflaust voru sett inn til ađ auka vinsćldir nýrra verka. Egill kynnti síđan tilurđ Ţursanna sem hann rakti til kynna hans og Rúnars í tónlistarskóla og hann fór einnig yfir áhrifavalda Ţursanna sem auk augljósra ţjóđlagarokksveita voru líka tónlistarkennarar Egils, Engel Lund og Ţorgerđur Ingólfsdóttir, sem vöktu áhugann. Reyndar áttu flest lönd sína Ţursa löngu fyrr og ekkert skrýtiđ ađ ţeir skulu hafa orđiđ til. Eitt leiddi af öđru allir voru forvitnir og leitandi, hvort sem ţađ var í gamalt rokk, mótmćlasöngva, klassík, framandi tónlist frá Indlandi, Kína, Japan, eđa norrćna forntónlist. Músíkantar voru líka löngu farnir ađ semja öđru vísi texta, mun fjölbreyttari takta. Viđ Íslendingar eigum reyndar mun fátćkari heimildir, helst var ţađ lagasafn séra Bjarna Ţorsteinarsonar, sem var fóđur Ţursanna.  

Egill klárađi ţađ spjall á öđru kvöldinu, Ađalheiđur fór yfir sögu dansanna á Íslandi og danskvćđanna, sem virđast ekki hafa lifađ af bannfćringar klerkanna hér á landi eins vel og annars stađar. Enda öfgasinnuđ ţjóđ. Ríkharđur sagđi síđan frá tilurđ svítunnar Ţursasíu og útbítti nótum.

 

Viku fyrir konsertinn var ćfing í Laugardalshöll sem okkur var bođiđ á. Oftast er nú lítiđ spennandi ađ mćta á ćfingar annarra, en ţessi var ţó gefandi. Ţarna sáum viđ nokkuđ vel muninn á rokkmúsíköntum, ţó vel menntađir séu og klassískum músíköntum. Viđ heyrđum ekki mörg mistök en ţau sem heyrđust voru fyrst og fremst tćknileg, og skýringin líklega munurinn á ađ lesa músíkina (og ţá oft nćstu línur á eftir) og ađ hlusta á músíkina, en allt kom ţetta rétt saman á endanum. Ţađ var greinileg spenna í samt afslöppuđu umhverfi og allir vel undirbúnir. Frábćr upplifun.

 

Ţessi endurmenntun var bćđi Agli og hans félögum og Endurmenntun Háskóla Íslands til sóma.

 5 diska viđhafnarkassi međ Ţursunum.

Í tilefni tónleikanna var gefinn út kassi (box set) međ öllum fjórum plötum Ţursanna í nýjum umbúđum međ nýjum leiđurum međ hverri plötu auk fimmtu plötunnar, sem innheldur hluta af upptökunum ađ fimmtu plötunni Ókominni forneskju, sem aldrei kom út og af hljómleikum. Ţursarnir gáfu reyndar út ţrjú lög á sándtrakkinu af Okkar á milli, en ţau ţóttu ekki nógu góđ á plötuna, en líklega er skýringin frekar sú ađ Ţursanafniđ hafi frekar veriđ notađ og ađ Egill hafi einn tekiđ upp ţau lög ef ég man rétt. Ţau voru alveg nógu góđ ađ mínu mati. Hreint frábćrt framtak, sem ćtti ađ gefa öllum fermingarbörnum í ár!

p.s. ţađ eru komnar upptökur á youtube - ţrjár ţegar ég tékkađi síđast

 

Mike Smith, söngvari Dave Clark Five er látinn

Dave Clark Five var ein af mínum uppáhaldshljómsveitum á 7. áratugnum. Söngvari ţeirra var hreint magnađur og hafđi án efa áhrif á marga, međal annars Bruce Springsteen. Hljómsveitin náđi frćgđ og frama međ Glad All Over, síđan komu mörg frábćr lög, Bits And Pieces, Because, Everybody Knows, I Like It Like That, Good Old Rock n Roll syrpan, Do You Love Me, Come Home, Catch Us If You Can , You Got What It Takes og Over And Over.

Mike Smith dó í gćr 64 ára ađ aldri eftir barátti upp á líf og dauđa eftir slys í september 2003, en ţá lamađist hann á neđri hluta líkamans og var ađ mikiđ skaddađur allur. Hann hafđi veriđ á spítala ţangađ til í desember síđastliđinn en ţá náđi hann ađ komast á tónleika međ vinum sínum Bruce Springsteen & E Street Bandinu.

Dave Clark Five verđa innlimađir í Rock n Roll Hall Of Fame á mánudaginn eftir rúma viku og á síđu sinni skrifađi hann fyrir skömmu hvađ hann hlakkađi mikiđ til ađ mćta. En eins oft gerist ţegar varnarkerfi líkams er lélegt ţá má ekki mikiđ bera út af og hann lést úr lungnabólgu.

Dave Clark Five var á tímabili langvinsćlsta hljómsveitin í Bandaríkjunum, en ţeir gáfu út 16 stúdíóplötur í Bandaríkjunum á milli 1964 og 1972! Mike gaf síđan út eina plötu međ Mike d'Abo úr Manfred Mann og loks eina sólóplötu.

Ţótt furđulegt og fáránlegt sé ţá er ekkert fáanlegt á CD međ Dave Clark Five í dag, ţrátt fyrir ţađ ađ Dave Clark hafi veriđ óvenju séđur og átt útgáfuréttinn sjálfur.

 


Músíkáriđ 2008

Ţađ eru fariđ ađ gefa út plötur ţetta áriđ. Venju samkvćmt eru fyrstu 2 mánuđir rólegir ţar sem sala er oftast minni á ţessum tíma, en á móti er auđveldara ađ slá í gegn. Ég er búinn ađ fá mér nýju Ringo Starr plötuna á USB lykli! Ringo vann hana ađ mestu međ Dave Stewart úr Eurythmics. Titillagiđ Liverpool 8 er ađ hluta til tileinkađ ţví ađ Liverpool er menningarborg Evrópu í ár og spilar Ringo nokkra rullu ţar. Annars er von á plötum frá British Sea Power, sem hafa fengiđ góđa dóma, Robin Trower & Jack Bruce, Coal Porters (međ Chris Hillman), k.d. lang, Sheryl Crow, The Feeling, Gary Louris (Jayhawks), Jackson Browne, Steve Winwood, Van Morrison, Mike Oldfield, Daniel Lanois & R.E.M. svo nokkrir séu nefndir af ţeim sem ég fylgist međ. Merkilegar endurúgáfur eru t.d. Buddy Holly (Not Fade Away Complete 1957 Recordings), Nick Lowe (Jesus Of Cool međ 10 aukalögum!) The Complete Motown Singles Volume 9: 1969 (6 diskar!) 2ja diska Deluxe útgáfur af Elton John og Tumbleweed Connection frá Elton John, 7 endurútgáfur međ reyndar bara 1-2 aukalögum frá Van Morrison og síđast en ekki síst safnplata frá Dory Previn The Art Of Dory Previn sem var hreint stórkostleg og stenst fullkomlega tímans tönn.

Plötubúđin Mid Price Listi 2008

Ţiđ getiđ pantađ í gegnum pöntunarfélagiđ Plötubúđina!

plot@simnet.is


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

DYLAN Á VORBLÓT

Bob Dylan.Ég hef góđa trú á ţví ađ kallinn standi sig betur í ţetta sinn en ţegar hann kom síđast. Hann hefur gert hverja góđa plötuna á fćtur annarri. Hljómleikarnir hafa líka veriđ hver öđrum betri í seinni tíđ og dynturnar minni en áđur. Bíđ spenntur.
mbl.is Dylan kemur kannski
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Músíkmiđlar nú og ţá

  Ţegar ég var ađ smá patti hlustađi ég mikiđ á Radio Luxembourg sem spilađi nýju lögin og plöturnar strax, oftast löngu áđur en ţćr bárust til Íslands. Íslenska útvarpiđ spilađi ekki mikiđ af ţeirri músík sem ég hafđi áhuga á ţannig ađ líklega hefđi ţessi músíkáhugi ekki dafnađ eđa lifađ án Radio Luxembourg og ensku poppblađanna sem komu vikulega til landsins. Ţetta voru góđir tímar í músík og fyrir músíkáhugamenn.Ef einhverjir halda ađ allt hafi batnađ og allt eldra en ţeir muna séu steinaldir ţá er ţađ mikill miskilningur. Radio Luxembourg nćst ekki lengur (kannski ekki til) Viđ höfuđ enn íhaldssamari útvarpsstöđvar (hverja á sinn hátt) og ţú hlustar allavega ekki á ţćr til ađ heyra nýja músík, ţađ sem er ađ koma út hverju sinni. Hins vegar hefur netiđ breytt miklu ţú getur oftast halađ niđur flestum nýjum lögum, ţannig ađ hćgt er ađ fylgjast skikkanlega međ en ţú verđur svo sannarlega ađ hafa frumkvćđi og áhuga og ţađ kostar mun meiri tíma og fyrirhöfn.

Ég er ekki nógu sannfćrđur um ađ niđurhal sé ađ drepa tónlistina, CD diskinn eđa ađra sölumiđla. Ég man vel eftir baráttunni “Home Taping Is Killing Music”, sem varđ reyndar til ţess ađ Alţingi (Ragnhildur Helgadóttir fyrrum ráđherra á heiđurinn af ţví ef mér bregst ekki minni) samţykkti “upptökugjald” á tómar kassettur sem greiddist til íslenskra hljómplötuútgefenda!!!!! (Ađallega til Steinars, Skífunnar og Grammsins var ţađ ekki annars? Og gerir kannski enn ţó nöfnunum hafi fćkkađ og ţau breytst). OG viti menn ţessi löggjöf er enn viđ líđi! Og nú greiđist ţađ af diskum og öđrum upptökumiđlum!

Nei ég held miklu frekar ađ léleg ţjónusta í hljómplötuverslunum, vanţekking ţar og í útvarpi sé sökudólgur númer 1, ef salan er ađ minnka. Síđan má ekki gleyma ţví ađ áherslan hefur veriđ á yngstu kaupendurna (hvers vegna?) og á íslenska útgáfu sem gefur mun meira af sér vegna minni framleiđslukostnađar en áđur ţegar vinyllinn var og hét. Og auđvitađ má ekki gleyma ţví ađ hátt verđ erlendis, flutningskostnađur, háir tollar, hár vsk, hafa haft sín áhrif ţó ţađ sé komiđ í nokkuđ gott horf í dag. Og allt ţetta hefur haft í för međ sér ađ álagningin er ekki góđ og afkoma hljómplötuverslununar á Íslandi gjörsamlega vonlaus nema einhver önnur sala komi til eđa annar rekstur ađ auki.   

Plötur ársins 2007 - mínar!

 1. RAY DAVIES  - Working Man's Café

(hrein snilld aftur hvert lagiđ öđru betra)

2. JOHN FOGERTY - Revival

(annar öldungurinn ađ sanna sig)

3. NEIL YOUNG  - Chrome Dreams II

(Loksins góđ plata frá Kanadamanninum)

4. ELLIOTT MURPHY  - Coming Home Again

(Murphy er ennţá í útlegt í París - ennţá efnilegur Dylan)

5. LUCINDA WILLIAMS  - West

(Dálítiđ utangátta ennţá hvorki country blues popp eđa rokk, en eitthvađ svo heillandi)

6. BRUCE SPRINGSTEEN  - Magic

(Hann hefur ekki sannfćrt mig á undanförnum árum, en hann kann ţetta ennţá ađ búa til lag og texta og rokka)

7.  GRAHAM PARKER  - Don't Tell Columbus

(Hann náđi aldrei sömu vinsćldum og Elvis Costello, en hann skilar markvisst góđum plötum, frábćrum textum og bros á vör)

8. STEVE EARLE  - Washington Square Serenade

(Earle byrjađi sem gítarpikkari í Nashville ef ég man rétt. Gerđi nokkrar ok plötur, lenti í slagtogi viđ Pogues, fór ađ drekka ótćpilega, taka ţátt í mótmćlum, lenti í fangelsi meira ađ segja. En kom til baka sem ótrúlegur breyttur lagasmiđur sem er hćgt ađ líkja viđ ýmsa en ţó ekki. Ţessi plata er enn einn snilldin frá honum, ekki country ekki rokk ekki ... en allt ţó)

9. EAGLES  - Long Road Out Of Eden

(Góđ plata - góđ lög frábćrir söngvarar - gott "Easy listening" í bílnum)

10. NICK LOWE - At My Age

(Já já einn enn gamlinginn - en hvađ međ ţađ. Nćm og rómantísk plata)

N.b. Ég á Arcade Fire og fullt af fleiri "topp" plötum. Ég downloadađi líka flestum efnilegum nýjum listamönnum keypti ţá sem ég vildi kynnast betur en 2007 skilađ mér bara ekki mörgum nýjum áhugaverđum listamönnum. Reyndar er ég líka orđinn íhaldsamari. Besti nýliđinn var Mika (!) 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband